HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2019

header

Dómnefnd Hönnunarverðlauna 2019

  • Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er formaður dómnefndar. Hún er hönnuður með MPM í verkefnastjórnun, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Studiobility, situr í fagráði tækniþróunarsjóðs og starfar við innleiðingu hönnunarhugsunar í opinberum geira. Skipuð af Hönnunarsafni Íslands.

  • Sigrún Birgisdóttir er arkitekt og prófessor í hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Skipuð af Listaháskóla Íslands.

  • Hörður Lárusson er grafískur hönnuður og einn af eigendum hönnunarstofunnar Kolofon. Hann er heiðursfélagi FÍT og hefur setið í stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands frá 2013, formaður stjórnar frá 2016 -2019. Skipaður af Hönnunarmiðstöð Íslands.

  • Sigrún Halla Unnarsdóttir er fatahönnuður, stofnandi og meðlimur í hönnunarteyminu IIIF, stofnandi AD og meðlimur í stjórn LungA skólans. Sigrún er með MA gráðu í fatahönnun. Skipuð af Hönnunarmiðstöð Íslands.

  • Daniel Golling er sýningarstjóri hjá sænska arkitektúrsafninu og fyrrverandi ritstjóri FORM Magazine. Hann starfar hjá ArkDes, Miðstöðin fyrir hönnun og arkitektúr í Svíþjóð. Hann er skipaður af Hönnunarmiðstöð Íslands.

  • Edda Björk Ragnarsdóttir er lögfræðingur og viðskiptastjóri á hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Hún er skipuð af Samtökum Iðnaðarins.

Varamenn dómnefndar

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Skipuð af Hönnunarsafninu.
Björn Guðbrandsson prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Skipaður af Listaháskóla Íslands.
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður. Skipaður af Hönnunarmiðstöð Íslands.
Þorleifur Gunnar Gíslason grafískur hönnuður. Skipaður af Hönnunarmiðstöð Íslands.