HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2019

header

Óskað er eftir ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2018.

Til að hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2018 þurfa hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða vera fagmenn á sínu sviði. Ný verk teljast til þeirra verka sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þrem árum fyrir afhendingu verðlaunanna.

Tekið er tillit til eðlismunar á hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem verkefni taka mislangan tíma og í sumum tilfellum mörg ár. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu.

Besta fjárfesting í hönnun 2018 er viðurkenning sem veitt verður fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun 2016 hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.

Skrá ábendingu

Lokað fyrir skráningu

Dómnefnd

Sigríður Sigurjónsdóttir, formaður dómnefndar er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands

Sigrún Birgisdóttir
Arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listháskóla Ísland

Högni Valur Högnasson
Grafískur hönnuður og fyrrum formaður FÍT félags íslenskra teiknara

Daniel Golling
Blaðamaður á alþjóðlegu sviði hönnunar og arkitektúrs. Fyrrvernadi ritstjóri FORM Magazine og einn af stofnendum Summit hljóðvarpsins.

Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Verkefnastjóri á menntasviði Samtaka iðnaðarins.