HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2021

header

Óskað eftir ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands

Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum:

Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Hönnuðir þurfa að vera fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar og arkitektúrs og þurfa að skara verulega úr með verkefni sínu eða vinnu. Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna.

Besta fjárfesting í hönnun 2021 er viðurkenning veitt fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í starfsemi sína. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.

Lokað verður fyrir ábendingar á miðnætti sunnudaginn 5. september 2021