HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2021

header

Hönnunarverðlaun Íslands 2020

Vinningshafi

Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá arkitektastofunni Studio Granda hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar. Drangar er nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni, staðsett á Snæfellsnesi.

 

Sigurvegari – Drangar eftir Studio Granda

Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá arkitektastofunni Studio Granda hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar.

Drangar er metnaðarfullt hönnunarverkefni arkitektastofunnar Studio Granda og afar vel heppnuð birtingarmynd aðkallandi viðfangsefnis arkitekta i nútímasamhengi, endurhugsun og endurnýting gamalla bygginga. Hér er sérstaklega vel útfærð breyting á gömlu sveitabýli og útihúsum í gistihús fyrir ferðamenn. Veðraðar byggingarnar fá að njóta sín og halda útlitslegu yfirbragði með sterkri vísun í sögu og samhengi, en um leið er heildarmynd staðarins styrkt og efld.

Verkið er mikilvægt fordæmi og viðmið í ljósi vaxandi fjölda bygginga, ekki síst á landsbyggðinni, sem kalla á endurskilgreiningu og endurbyggingu vegna aldurs og annars konar nýtingar.

Besta fjárfesting í hönnun 66°Norður

Hönnunarfyrirtækið 66°Norður hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2020.

66°Norður var stofnað árið 1926 til að mæta lífsnauðsynlegri þörf fyrir vinnufatnað fyrir sjómenn og síðar björgunarsveitafólk. Vörumerkið hefur þróast í áranna rás og nú sem útivistarfatnaður í hæsta gæðaflokki með sterka tengingu við arfleið fyrirtækisins og í takti við strauma tískunnar.
Sérstaða 66°Norður er án efa fagmennska sem einkennir vörumerkið og hæfileiki til að lesa í samtímann hvort sem verið er að hanna tæknilegan útivistarfatnað, markaðsefni eða í tilraunakenndu samstarfi við íslenska og erlenda hönnuði.

66°Norður er skýrt dæmi um það þegar góð hönnun er leiðandi afl í vexti og þróun fyrirtækis

HeiðursverðlaunKristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður

Óhætt er að segja að verk Kristínar Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, séu þjóðþekkt enda hannaði hún þá peningaseðla sem notaðir eru hér á landi, útlit íslenska vegabréfsins og ýmis þjóðþekkt merki sem blasað hafa við Íslendingum í áratugi. Verk Kristínar eru áferðarfögur og djúp af fróðleik og það sem einkennir vinnubrögðin er alúð og ástríða.

Eftir langan feril Kristínar liggur umfangsmikið safn verka, sem spanna ólík viðfangsefni allt fá auglýsingaefni yfir í ásýndarverkefni, frá bókakápum yfir í peningaseðla. Mörg verka hennar lifa enn í dag og þekkjum við þau vel úr okkar daglega lífi, á meðan önnur voru unnin fyrir tímabundna birtingu og lifa aðeins í arkívum og minni okkar, en eru ekki síður mikilfengleg.
Rannsóknarvinna, áhugi og næmni fyrir viðfangsefninu einkenna vinnubrögð Kristínar og hefur hún stundað ómetanlegt brautryðjendastarf á sviðið grafískrar hönnunar á Íslandi.

Tilnefningar 2020

Flotmeðferð – Flothetta

Hannað af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði, jóga- og vatnsmeðferðaraðila. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á reynsluheimi hennar sem Íslendings sem stundað hefur náttúru- og sundlaugaferðir frá blautu barnsbeini. Þannig samtvinnast áhugi Unnar Valdísar á hönnun og að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni.

Þegar flotið er og þyngdaraflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdaglega. Þannig fá miðtaugakerfið, vöðvar og hryggjarsúlan hvíld þegar flotið er um í heitri laug, án áreynslu. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir taugaboðefnum eins og endorfíni sem bæði er verkjastillandi og veitir vellíðunartilfinningu. Þannig skapar Flothetta fullkomið ástand fyrir slökun og endurnæringu í mýkt vatnsins.

Flotmeðferðin sprettur upp úr sundmenningu Íslendinga en er líka kærkomin viðbót við hana. Hún er í takt við þær áherslur sem við höfum fundið fyrir síðustu ár; að verðmætasköpun er ekki bundin við framleiðslu hluta heldur getur svo sannarlega falist í upplifun, vellíðan og samveru.“

Peysa með öllu – Ýrúrarí

Frumsýnt á HönnunarMars 2020. Í verkefninu Peysa með öllu, vinnur textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrarí, með óseljanlegar peysur úr fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi. Peysurnar hafa flestar orðið fyrir hversdagslegum mannlegum óhöppum sem skilja eftir sig varanleg ummerki og hafa þ.a.l endað í fatasöfnuninni.

Í ferlinu að því að laga og umbreyta peysunum fer Ýr óhefðbundnar leiðir þar sem sósublettir fá nýtt útlit, götóttar peysur fá fleiri göt með nýjum gildum og hnökrar, lykkjuföll, slettur og flekkir heyra sögunni til í nýrri einstakri flík.

„Öllum finnst gaman að lífga upp á útlitið, hvers vegna ætti ekki það sama að gilda um peysur sem hafa endað í Rauða Krossinum. Innan um öll uppskrúfuðu tískuhugtökin sem reiða sig á alvarlegt inntak og framsetningu veitti þetta verkefni heillandi og fjörlegt mótvægi, opnar leið til að glæða tískuna lífi með húmor og gleði.“

Dómefnd 2020

Sigríður Sigurjónsdóttir formaður, Hönnunarsafn Íslands
Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, LHÍ
Sigrún Unnarsdóttir, fatahönnuður MH&A
Þorleifur Gíslason, grafískur hönnuður MH&A
Paul Bennett, hönnunarstjóri IDEO, MH&A
Margrét Kristín Sigurðardóttir, SI
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður MH&A
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, LHÍ

Ýttu hér til að sjá verðlaunaafhendinguna 2020 í heild sinni. 

Ýttu hér til að lesa fréttir og frekari upplýsingar um Hönnunarverðlaun Íslands.

Hönnunarverðlaun Íslands 2019

Vinningshafi

Genki Instruments hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2019 fyrir Wave hringinn sem hannaður er til að auka upplifun og túlkun í tónlist. Hringurinn er framsækin tæknilausn sem eykur möguleika tónlistamanna til sköpunar á þægilegan og notendavænan hátt.

Sigurvegari – Wave eftir Genki Instruments

Genki Instruments hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2019 fyrir Wave hringinn sem hannaður er til að auka upplifun og túlkun í tónlist. Hringurinn er framsækin tæknilausn sem eykur möguleika tónlistamanna til sköpunar á þægilegan og notendavænan hátt.

„Genki Instruments er framsækið og hönnunardrifið tónlistartæknifyrirtæki þar sem hönnun, tækni, verkfræði, og tónlist renna saman í eitt. Wave er einstakt dæmi um framsækna hugmynd frumkvöðlafyrirtækis þar sem rannsókn, þróun og prófanir í gegnum allt hönnunarferlið skilar algerlega nýrri upplifun til notenda sem hefur hlotið lof víða um heim.“

Besta fjárfesting í hönnun – Omnom

Omnom súkkulaðigerð hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2019.

„Ferlið á bak við vöruþróun er spennandi en Omnom hefur frá byrjun unnið með hönnuðum í öllu framleiðsluferlinu að heildrænni vöruupplifun, hvort sem það er súkkulaðið sjálft eða með vandaðri hönnun á umbúðum og framsetningu í verslunum. Fyrst með hönnuðinum André Visage og nú með Veronicu Filippin. Slík samvinna í öllu ferlinu er skýrt dæmi um hvernig hönnun getur haft afgerandi áhrif á vaxtarsögu og velgengni fyrirtækis.“

Heiðursverðlaun – Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt

Hönnun og byggingar Manfreðs eru meðal bestu dæma um góðan arkitektúr á Íslandi en verkin bera vitni um vandaða hönnun og arkitektúr þar sem efni, form og samhengi skapa eina órjúfanlega heild.

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hefur markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi. Einstakur starfsferill sem spannar yfir 60 ár endurspeglar áræðni í fjölbreyttum verkefnum og metnaðarfulla listræna og faglega sýn. Eftir Manfreð liggur fjöldi tímamótaverka sem bera vott um einstaka hæfni til að takast á við margvíslegar áskoranir staðhátta og uppbyggingar í ungu samfélagi.

Í verkum Manfreðs birtast margvíslegar nýjungar í íslenskri húsagerðalist en jafnframt sýna verk hans frá fyrstu tíð næmi á umhverfi og viðleitni við að leysa verkefni í samræmi við tíðaranda og í skýru menningarlegu samhengi.

Forval dómnefndar 2019

Endurmörkun Þjóðminjasafnið – Jónsson & Le’macks
Hönnun og endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands er einföld og látlaus en um leið glæsileg lausn á heildarásýnd stofnunar sem snertir alla landsmenn. Hönnun nýs einkennis safnsins endurvekur áhuga gesta á spennandi og nútímalegu safni og minnir okkur á þær gersemar sem safnkosturinn hefur að geyma. Í hönnuninni er unnið með fjórar ólíkar leturgerðir sem er hægt að rekja allt aftur til 9. aldar og litir sóttir úr handverki þjóðarinnar. Einkennið er innblásið af söguþjóðarinnar og hlutum úr safnkosti því ásamt letri og grafískum lausnumeru ljósmyndir af gullmolum úr vörslu safnsins sýndar og til verður forvitnilegurheimur sem er freistandi að skoða nánar.

HEIMA – Búi Bjarmar og UNICEF
HEIMA er áhugavert hönnunarverkefni sem skoðar móttöku flóttabarnabarna í leitað alþjóðlegri vernd frá sjónarhóli barnanna. Í verkefninu rýna Búi Bjarmar Aðalsteinsson, hönnuður og UNICEF hvernig staðið er að móttöku fylgdarlausra flóttabarna, sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi,með notenda- og mannmiðaða hönnun og velferð barnanna að leiðarljósi.

HEIMA er frábært dæmi um hvernig hægt er að beita aðferðafræði hönnunar til aðbæta upplifun notenda og einfalda ferla í opinberri þjónustu. Vinnuferlið ogniðurstöður verkefnisins er aðgengilegt á verkefnidheima.com.

Lauf – True grit
True Grit er nýtt malarhjól sem byggir á hönnun Lauf Forks á léttasta hágæðademparagaffli í heimi. Lauf kom fyrst á markað með Lauf Forks, gaffallinn sem hefur rutt brautina fyrir hönnun reiðhjóla undir vörumerki Lauf, True Grit sem eru eðlilegt framhald af þróun Lauf Forks. Hjólið er frábært dæmi um hönnun, nýsköpun og vöruþróun en uppfinningar vörumerkisins eru nú í alþjóðlegu einkaleyfaferli. True Grit hefur vakið athygli keppnisfólks í hjólreiðum um allan heim og helstu net- og prentmiðlar í hjólaheiminum hafa síðustu ár lofað gaffalinn og nú hjólið.

Listasafn Akureyrar – Kurt og Pí
Með hönnun nýrrar viðbyggingar við Listasafnið á Akureyri hefur orðið til nýtt kennileiti í borgarlandslagi Akureyrar. Ný viðbygging og endurhönnun sögulegs iðnaðarhúsnæðis í Gilinu blæs nýju lífi í eldri byggingarnar og tengir saman ólík rými með umferðarás sem býr til nýsjónræn tengsl milli hins náttúrulega og byggða landslags. Sýningarrýmin eru fjölbreytileg, hönnun og arkitektúr eru framkvæmd af nákvæmni og fágun sem endurspeglast í stóru og smáu.

Dómefnd 2019

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, formaður, Hönnunarsafni Íslands.
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, Listaháskóli Íslands.
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, Hönnunarmiðstöð Íslands.
Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, Hönnunarmiðstöð Íslands.
Daniel Golling, blaðamaður á alþjóðlegu sviði hönnunar og arkitektúrs.
Edda Björk Ragnarsdóttir, lögfræðingur, SI.

 

Hönnunarverðlaun Íslands 2018

Vinningshafi

Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu en þeir hafa lagt ríkulega til þróunar baðstaða og baðmenningar á Íslandi. Nýjustu dæmin eru The Retreat við Bláa lónið í samstarfi við Design Group Italia og GeoSea sjóböðin á Húsavík.

Sigurvegari – Basalt Arkitektar 

Basalt Arkitektar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu en þeir hafa lagt ríkulega til þróunar baðstaða og baðmenningar á Íslandi. Nýjustu dæmin eru The Retreat við Bláa lónið í samstarfi við Design Group Italia og GeoSea sjóböðin á Húsavík.

„Basalt arkitektar hafa einstakt lag á að tvinna mannvirki saman við náttúruna og hafa sýnt gott fordæmi þegar kemur að hönnun baðstaða. Byggingarlistin er í hæsta gæðaflokki þar sem hvert smáatriði er úthugsað og rými eru hönnuð af virðingu og látleysi. Arkitektúrinn skapar ramma fyrir einstaka upplifun gesta í stórbrotinni náttúru landsins.“

Besta fjárfesting í hönnunLAVA CENTRE

Lava Centre á Hvolsvelli hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2018, en til sýningarinnar voru ráðnir framúrskarandi hönnuðir á sviði margmiðlunar og arkitektúrs. Basalt arkitektar hönnuðu bygginguna en sýningin er samstarfsverkefni Gagarín og Basalt arkitekta. Útkoman er skýrt dæmi um þá verðmætasköpun sem góð hönnun felur í sér.

Forval dómnefndar 2018

Bækur í áskrift fyrir Angústúru forlag
Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hönnuðu heildarútlit áskriftarbókaraðar fyrir Angústúru forlag. ,,Bók er ævagamalt form og áskorun að hanna bók sem kallar á að hún sé tekin upp og lesin. Snæfríði og Hildigunni tekst að hanna einkar fallegt og aðgengilegt útlit sem hentar ólíkum verkum bókaraðarinnar.“

Catch of the Day
Í verkefninu Catch of the Day eimar Björn Steinar Blumenstein áfengi úr ávöxtum sem hann sækir í ruslagáma matvöruverslana og gefur fólki aðgang að hönnun eimingartækis til eigin brúks. „Með aðferðafræði hönnunar beinir Björn Steinar athygli okkar að alþjóðlegu vandamáli matarsóunar og nýtir „ófullkomna“ og útrunna ávexti sem annars er hent“

Nordurbakka
Norðurbakki samanstendur af tveimur fjölbýlishúsum, ásamt garði á milli sem tengir þau saman, nálægt gömlu höfninni í Hafnarfirði. Verkefnið er hannað af PKdM arkitektum í samstarfi við Teiknistofuna Storð. „Húsin eru dæmi um djarfan arkitektúr og landslagsarkitektúr í bæjarumhverfi.“

Dómefnd 2018

Sigríður Sigurjónsdóttir, formaður, Hönnunarsafns Íslands
Krisján Örn Kjartansson, arkitekt, varaformaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar
Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður
Daniel Golling, blaðamaður á alþjóðlegu sviði hönnunar og arkitektúrs.
Einar Geir Ingvarsson, grafískur hönnuður
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri, SI

 

Hönnunarverðlaun Íslands 2017

Vinningshafi

Marshall-húsið sem upphaflega var byggt árið 1948 sem síldarbræðsla er nýr vettvangur lista við gömlu höfnina í Reykjavík. Arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, eigendur Kurt og Pí stofunnar, hafa leitt hönnun verksins í samstarfi við ASK arkitekta.

Sigurvegari – Marshall-húsið 

Marshall-húsið sem upphaflega var byggt árið 1948 sem síldarbræðsla er nýr vettvangur lista við gömlu höfnina í Reykjavík. Arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason, eigendur Kurt og Pí stofunnar, hafa leitt hönnun verksins í samstarfi við ASK arkitekta.

Besta fjárfesting í hönnunBláa lónið

Viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun er veitt fyrirtæki sem hefur haft hönnun og arkitektúr að leiðarljósi alla tíð í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni.

Forval dómnefndar 2017

Einkenni listahátíðarinnar cycle
Listahátíðin Cycle er skapandi vettvangur fyrir samtal tilraunakenndrar samtímatónlistar og myndlistar þar sem listamönnum gefst kostur á að ræða saman, gera tilraunir og læra hver af öðrum. Döðlur hönnuðu merki og heildarásýnd hátíðarinnar og sækja þar í hugmyndafræði hennar um hringrás hugmynda.

Reitir Workshop + Tools for Collaboration
REITIR WORKSHOP er alþjóðlegt samstarfsverkefni þeirra Ara Marteinssonar hönnuðar og Arnars Ómarssonar myndlistarmanns, sem stóðu fyrir þverfaglegum vinnusmiðjum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2012-2016. Í kjölfarið kom út leiðarvísirinn, REITIR – TOOLS FOR COLLABORATION, sem var ritstýrt og hannaður af Sophie Haack. Þar er lesendum boðið að stela hugmyndum vinnusmiðjanna og þróa áfram.

Orlofshús BHM í Brekkuskógi
Í kjölfar samkeppni um hönnun orlofshúsa Bandalags háskólamanna í Brekkuskógi í Bláskógabyggð voru tvö þeirra byggð eftir hönnun PKdM árið 2015. Húsin einkennast af ríkri efniskennd með umlykjandi landslagsmótun, hlöðnum veggjum, kolaðri timburklæðningu og grasi grónu þaki.

Saxhóllforval
Gígurinn Saxhóll er vinsæll ferðamannastaður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Í gegnum tíðina hafði myndast slóði sem með auknum ágangi ferðamanna var kominn að þolmörkum. Landslag fékk það verkefni að hanna varanlegan stíg sem takmarkaði umgang ferðamanna við ákveðið svæði.

Dómefnd 2017

Sigríður Sigurjónsdóttir, formaður, Hönnunarmiðstöð
Magnús Hreggviðsson, grafískur hönnuður, sitjandi varamaður, Hönnunarmiðstöð /
Högni Valur Högnason vék / varamaður Kristín Eva Ólafsdóttir
Katrín María Káradóttir, fatahönnuður, LHÍ / varamaður Laufey Jónsdóttir
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, LHÍ / varamaður Björn Guðbrandsson
Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður, Hönnunarmiðstöð / varamaður Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri, SI

Hönnunarverðlaun Íslands 2016

Vinningshafi

As We Grow er íslenskt hönnunarfyrirtæki í eigu Guðrúnar Rögnu Sigurjónsdóttir prjónahönnuðar, Maríu Th. Ólafsdóttur fatahönnuðar og Grétu Hlöðversdóttur framkvæmdastjóra. Með vörulínunni tvinna þær saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða.

SigurvegariAs We Grow

As We Grow er íslenskt hönnunarfyrirtæki í eigu Guðrúnar Rögnu Sigurjónsdóttir prjónahönnuðar, Maríu Th. Ólafsdóttur fatahönnuðar og Grétu Hlöðversdóttur framkvæmdastjóra. Með vörulínunni tvinna þær saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða.

Besta fjárfesting í hönnunGeysir

viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.


Forval Dómnefndar 2016

Lulla doll
Lulla doll er afrakstur Eyrúnar Eggertsdóttur frumkvöðuls, Birnu Bryndísar Þorkelsdóttur hönnuðar og Sólveigar Gunnarsdóttur markaðsstjóra. Dúkkunni er ætlað að róa og veita ungabörnum öryggistilfinningu og betri svefn, en hún líkir eftir hjartslætti og andardrætti foreldris.

Or Type
Leturstúdíóið Or Type stofnuðu grafísku hönnuðirnir Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse árið 2013. Letur þeirra hafa nú þegar farið víða og verið notuð á fjölbreyttar vörur s.s. tímarit, umbúðir og búninga íslenska karla- og kvennalandsliðsins í knattspyrnu á EM.

orka til framtíðar
Sýningin Orka til framtíðar í Ljósafossstöð skýrir á gagnvirkan hátt orku og hvernig má bæði beisla hana og nýta. Hönnuðir sýningarinnar eru Gagarín og Tvíhorf arkitektar en fjöldi annarra fyrirtækja og sérfræðinga komu að sýningunni.  

Dómefnd 2016
Harpa Þórsdóttir, formaður, Hönnunarmiðstöð
Högni Valur Högnason, grafískur hönnuður, Hönnunarmiðstöð / varamaður / Kristín Eva Ólafsdóttir
Katrín María Káradóttir, fatahönnuður, LHÍ / varamaður Laufey Jónsdóttir
Massimo Santanicchia, arkitekt, LHÍ / varamaður Sigrún Birgisdóttir
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, vöruhönnuður, sitjandi varamaður, Hönnunarmiðstöð /Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður sat hjá
Almar Guðmundsson, hagfræðingur, SI

  

Hönnunarverðlaun Íslands 2015

Vinningshafi

Sýningin Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum, er verk Axels Hallkells Jóhannesssonar sýningarhönnuðar, Gagarín sem hannaði gagnvirka sýningarhluta, arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarkitekts.

SigurvegariEldheimar

Sýningin Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum, er verk Axels Hallkells Jóhannesssonar sýningarhönnuðar, Gagarín sem hannaði gagnvirka sýningarhluta, arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarkitekts. 

Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.“

Besta fjárfesting í hönnunÖssur

Össur er fyrsta fyrirtækið til að hljóta viðurkenninguna besta fjárfesting í hönnun. Fyrirtækinu hefur tekist að brúa bilið milli hönnunar, vísinda og rótgróinnar framleiðslu með fyrirmyndar árangri.

Össur hefur allt frá stofnun árið 1971, lagt áherslu á, fjárfest í og skilgreint hönnun sem einn af meginþáttum þróunarferlisins. Þá hefur fyrirtækið með gildum sínum hvatt starfsfólk sitt til að keppa stöðugt að framförum, bjóða óskrifuðum reglum byrginn og taka meðvitaða áhættu. Árangurinn er óumdeildur og fyrirtækinu ítrekað tekist að koma tímamótahönnun á markað sem gjörbreytt hafa lífsgæðum viðskiptavina þess.

Forval Dómnefndar 2015

Allt til eilífðar
Allt til eilífðar er landslagsverk við Garðakirkju á Álftanesi og varð til fyrir tilstuðlan foreldra Guðrúnar Jónsdóttur, sem lést sviplega árið 2006. Verkið er hannað af Studio Granda arkitektum og unnið í samstarfi við Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmann.

„Verkefnið sækir til íslenskrar byggingararfleifðar og tengir fortíð, nútíð og framtíð saman með áþreifanlegum og huglægum hætti. Verkefnið ber með sér auðmýkt og er óður um tilvist okkar og rætur. Það endurspeglar fágun og þjóðfélagslega ábyrgð arkitektúrs sem tekur tillit til samfélags og umhverfis.“

Aníta Hirlekar
Fatahönnun Anítu Hirlekar einkennist af sterkum litasamsetningum og handbróderuðum textíl. Innblástur er fenginn úr óreiðukenndu flæði lita á bakhlið útsaums og er fatnaðurinn með handsaumuðum línum og hangandi marglitum þráðum sem þekja yfirborð efnisins eins og kraftmiklar pensilstrokur.

„Nýstárleg nálgun hönnuðarins í textílvinnslu sameinar handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Skúlptúrísk snið, listræn litatúlkun og efni sem hafa einstaka áferð handunnins ullarefnis þar sem áhrif útsaums eru greinileg og skapa meðvitund um fegurð handverksins“

Eldheimar
Sýningin Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum, er verk Axels Hallkells Jóhannesssonar sýningarhönnuðar, Gagarín sem hannaði gagnvirka sýningarhluta, arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarkitekts.  

„Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.“

Íslenski fáninn
Íslenski fáninn, verk grafíska hönnuðarins Harðar Lárussonar rekur rætur sínar í skýrslu fánanefndar frá 1915. Verkefnið spannar langan tíma og telur meðal annars bók þar sem gömlu fánatillögurnar eru teiknaðar upp í fyrsta sinn, síðar leiðarvísi með umgengnisreglum um íslenska þjóðfánann, sýningu og viðburð á HönnunarMars og samstarf við forsætisráðuneytið í skilgreiningu prent- og skjálita fánans.

„Verkefnið sýnir með ótvíræðum hætti mikilvægi metnaðarfullrar rannsóknarvinnu og góðrar hönnunar við að taka utan um arfleifð og færa til samtímans. Verkefnið varpar ljósi á þekkingarleit hönnuða sem er órjúfanlegur þáttur í vinnu þeirra.“

Primitiva 
Primitiva eftir Katrínu Ólínu Pétursdóttur er þróun þrívíðs formheims. Verkið er safn fjörutíu verndargripa sem steyptir eru í brons en byggja á þrívíddarprentun. Úr varð hugmyndakerfi um gripina sem standa fyrir ákveðið hugtak sem snertir innri vitund þess sem ber gripinn. Samhliða gripunum skrifaði Katrín leiðabókina Primitiva, book of Talismans.

„Með verkinu teflir hönnuður saman á einstakan hátt tilvistarlegum vangaveltum og hátæknilegum framleiðsluferlum, en verkið sameinar með eftirtektarverðum hætti nýsköpun, tækni, hönnun og heimspeki. Verkefnið er samofið þroskaferli hönnuðarins, það ber með sér kyngimagnaðan kraft og ber vott um mikla rannsóknarvinnu.“

Dómefnd 2015
Harpa Þórsdóttir, formaður, Hönnunarmiðstöð
Kartín María Káradóttir, fatahönnuður, LHÍ
Massimo Santanicchia, arkitekt, LHÍ / varamaður Sigrún Birgisdóttir
Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður, Hönnunarmiðstöð / varamaður Guðrún Lilja
Almar Guðmundsson, hagfræðingur, SI

Hönnunarverðlaun Íslands 2014

Vinningshafi

Designs from Nowhere snýst um að kanna möguleika til smáframleiðslu á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Pete Collard,  listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London og Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina  Þórunni Árnadóttur, Gero Grundmann, Max Lamb og Juliu Lohmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum.

SigurvegariDesigns from Nowhere

Austurland: designs from Nowhere snýst um að kanna möguleika til smáframleiðslu á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Pete Collard,  listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London og Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina  Þórunni Árnadóttur, Gero Grundmann, Max Lamb og Juliu Lohmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum.

Með því að tengja saman á óvæntan hátt mannauð, staði og hráefni varð til áhrifaríkt samstarf þar sem nýjir hlutir urðu til.Verkefnið sýnir á afar sannfærandi hátt að hlutverk hönnuða í dag felst í æ ríkari mæli í því að efla sýn og auka metnað til sköpunar og framleiðslu. Landsbyggðin hefur víða notið góðs af aðkomu hönnuða og hafa mörg sveitarfélög á Íslandi, fyrirtæki og bændur tekið þátt fjölbreyttum verkefnum á síðustu árum, þar sem leitast er við að finna nýjar leiðir í hráefnisnotkun með mjög góðum árangri. Þetta verkefni, sem var bundið við Austurland, sýnir að með samstilltri sýn og virðingu fyrir menningu á hverjum stað, þar sem handverk og staðbundinn efniviður er kannaður til hlítar, felur í sér aukin tækifæri til að skapa framúrskarandi verk og hlýtur að vera hvatning öllum til handa.

Verkefnið sýnir fram á að landfræðileg mælistika, í þessu tilviki, landshluti yfir 20 000 km2 með aðeins 12 500 íbúa, þarf ekki að vera  fyrirstaða til að skapa þróttmikil hönnunarverkefni, þar sem glímt er við ríkjandi viðfangsefni vestrænna samfélaga.

Verkefnið hefur verið kynnt á afar vandaðan hátt í máli og myndum; á sýningum og með 30 mínútna heimildarmynd um verkefnið eftir þau Körnu Sigurðardóttur og Sebastian Ziegler, þar sem vinnuferlinu eru gerð góð skil.

Upphaf verkefnis má rekja til ráðstefnunnar Make It Happen, Creative Thinking Conference in East Iceland, sem haldin var í september 2012 af MAKE by Þorpið og Austurbrú. Á ráðstefnuna komu hugmyndasmiðir, hönnuðir, menningarfrömuðir og stjórnmálamenn og ræddu þá möguleika sem voru til staðar á Austurlandi til smáframleiðslu.

Verkefnið var kynnt á HönnunarMars 2014 í Spark Design Space í Reykjavík. Síðan þá hefur verkefnið verið kynnt í Moskvu og á hönnunarhátíðinni London Design Festival í september síðastliðnum.

Forval Dómnefndar 2014

H71a
Ljósmyndastúdíó H71a á Hverfisgötu, hannað af Studio Granda, er vandlega úthugsuð úrlausn, þar sem tekst á sannfærandi hátt að aðlaga viðbyggingu, húsinu sem fyrir er. Þessi leið, minniháttar inngrip í byggingarlist, er nauðsynleg til að viðhalda útþenslu miðbæjar Reykjavíkur. Viðbyggingin sýnir að hægt er að teikna nýbyggingar og reisa þær í samræmi við það umhverfi sem fyrir er.

Skvís
Verkið skvís eftir sigga eggertsson sem sýnt var í spark design space 2013 sýndi á einstakan hátt kraft og gildi grafískrar hönnunar og þá upplifun sem hún getur skapað. í einstaklega litríku verkinu er að finna átta andlit, en verkið er borið uppi af abstrakt mynsturgerð sem siggi hefur þróað og er höfundareinkenni verka hans. grafísk hönnun sigga var sett í nýtt samhengi með sýningunni, þar sem áhorfandinn gekk inn í optíska og orkumikla mynstursmiðju hönnuðarins, þar sem mörk tvívíðs og þrívíðs rúms mættust.

Magnea AW2014
Magnea AW2014 eftir fatahönnuðinn magneu einarsdóttur var sýnd á reykjavík fashion festival fyrr á árinu. magnea leggur ríka áherslu á prjón og textíl í hönnun sinni og nýtir að miklu leyti íslenskt hráefni í bland við nýstárlegri efni. nálgun hennar er fersk og einkennist af ítarlegri rannsóknarvinnu og tæknilegri þekkingu. niðurstaðan eru óvæntar, stílhreinar, grafískar flíkur, ríkar af áferðum, prjóni og áhugaverðum frágangi.

Dómefnd 2014
Harpa Þórsdóttir, formaður
Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr
Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður
Laufey Jónsdóttir, fatahönnuður
Tinna Gunnarsdóttir, vöruhönnuður