HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2018

header

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fimmta sinn, föstudaginn 2. nóvember. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum en forsætisráðherra íslands Katrín Jakobsdóttir, afhenti verðlaunin.

Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu en þeir hafa lagt ríkulega til þróunar baðstaða og baðmenningar á Íslandi. Nýjustu dæmin eru The Retreat við Bláa lónið í samstarfi við Design Group Italia og GeoSea sjóböðin á Húsavík.

Lava Centre á Hvolsvelli hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2018, en til sýningarinnar voru ráðnir framúrskarandi hönnuðir á sviði margmiðlunar og arkitektúrs. Basalt arkitektar hönnuðu bygginguna en sýningin er samstarfsverkefni Gagarín og Basalt arkitekta. Útkoman er skýrt dæmi um þá verðmætasköpun sem góð hönnun felur í sér.

Basalt arkitektar fyrir Arkitektúr í baðmenningu á Íslandi

Vinningshafi

Basalt arkitektar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu en þeir hafa lagt ríkulega til þróunar baðstaða og baðmenningar á Íslandi. Nýjustu dæmin eru The Retreat við Bláa lónið í samstarfi við Design Group Italia og GeoSea sjóböðin á Húsavík.

„Basalt arkitektar hafa einstakt lag á að tvinna mannvirki saman við náttúruna og hafa sýnt gott fordæmi þegar kemur að hönnun baðstaða. Byggingarlistin er í hæsta gæðaflokki þar sem hvert smáatriði er úthugsað og rými eru hönnuð af virðingu og látleysi. Arkitektúrinn skapar ramma fyrir einstaka upplifun gesta í stórbrotinni náttúru landsins.“

Lava centre

Besta fjárfesting í hönnun

Fyrirtækið sem hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2018 er LAVA CENTRE á Hvolsvelli.

LAVA CENTRE er dæmi um fjárfestingu í ferðaþjónustu sem framkvæmd er af stórhug og fagmennsku. Lava centre nýtir aðferðafræði hönnunar til að útskýra á grípandi hátt sum þeirra margbrotnu og stórfenglegu náttúruafla sem hafa mótað jörðina og hófu myndun Íslands fyrir tugmilljónum ára. Lava centre réð til verksins einhverja færustu hönnuði á sviði margmiðlunar og arkitektúrs. Basalt arkitektar hönnuðu bygginguna sem hýsir sýninguna sem er samstarfsverkefni Gagarín margmiðlunar hönnuða og Basalt arkitekta. Útkoman er skýrt dæmi um þá verðmætasköpun sem góð hönnun felur í sér.“

Snæfríð og Hildigunnur fyrir Bækur í áskrift fyrir Angústúru forlag

Forval dómnefndar

Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hönnuðu heildarútlit áskriftarbókaraðar fyrir Angústúru forlag. ,,Bækur í ritröð Angústúru forlags gefa innsýn í ólíka menningarheima í vönduðum þýðingum. Bók er ævagamalt form og áskorun að hanna bók sem kallar á að hún sé tekin upp og lesin. Snæfríði og Hildigunni tekst að hanna einkar fallegt og aðgengilegt útlit sem hentar ólíkum verkum bókaraðarinnar. Form og útlit bókanna er hvorttveggja mínimalískt og nostalgískt og hönnuðir gefa svigrúm til að skapa stemningu og andrúm til umhugsunar. Óttinn um örlög bókarinnar hverfur eins og dögg fyrir sólu.“

Björn Steinar Blumenstein fyrir Catch of the Day

Forval dómnefndar

Í verkefninu Catch of the Day eimar Björn Steinar Blumenstein áfengi úr ávöxtum sem hann sækir í ruslagáma matvöruverslana og gefur fólki aðgang að hönnun eimingartækis til eigin brúks.

„Með aðferðafræði hönnunar beinir Björn Steinar athygli okkar að alþjóðlegu vandamáli matarsóunar og nýtir „ófullkomna“ og útrunna ávexti sem annars er hent. Með þessu opnar Björn Steinar ekki bara augu okkar fyrir nýrri leið til að minnka matarsóun heldur veitir hann öllum aðgang að hönnun eimingartækis sem breytir nýtilegu efni í vodka. Þar með býður hann okkur öllum til þátttöku.“

PKdm arkitektar og Teiknistofan Storð fyrir Nordurbakka

Forval dómnefndar

Norðurbakki samanstendur af tveimur fjölbýlishúsum, ásamt garði á milli sem tengir þau saman, nálægt gömlu höfninni í Hafnarfirði. Verkefnið er hannað af PKdM arkitektum í samstarfi við Teiknistofuna Storð.

„Fjölbýlishúsin á Norðurbakka minna á skipin sem lágu við festar í Hafnarfjarðarhöfn undir lok síðustu aldar, bæði hvað varðar efnisval og form. Húsin eru dæmi um djarfan arkitektúr og landslagsarkitektúr í bæjarumhverfi. Garðurinn á milli húsanna rímar einkar vel við byggingarnar og er mikil prýði fyrir bæjarmyndina.“

  • Sigríður Sigurjónsdóttir er formaður dómnefndar. Hún er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Sigríður stofnaði og rak hönnunargalleríið SPARK frá 2010 – 2016. Hún stýrði verkefninu Stefnumót Bænda og Hönnuða hjá Listaháskóla Íslands og hefur síðastliðið ár unnið að ferðaþjónustuverkefninu placetoread.is með áherslu á lestur bóka.

  • Krisján Örn Kjartansson er einn stofnanda arkitektastofunnar KRADS sem er starfrækt á Íslandi og í Danmörku. Hann er varaformaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar þar sem hann situr fyrir hönd Arkitektafélags Íslands. Kristján hefur verið stundakennari við arkitektadeild Listaháskóla Íslands síðustu ár og hefur kennt lokaverkefni deildarinnar. Kristján tekur sæti Sigrúnar Birgisdóttur sem víkur sæti.

  • Högni Valur Högnason er aðstoðar-hönnunarstjóri hjá Brandenburg. Hann er fyrrum formaður Félags íslenskra teiknara (FÍT) og sat í stjórn Myndstefs. Verk hans hafa verið birt í alþjóðlegum tímaritum og bókum og sýnd á listasöfnum hérlendis. Högni hefur unnið til verðlauna bæði fyrir hönnun í FÍT-keppninni og á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum. Þá hefur hann hefur verið yfirdómari í FÍT-keppninni og setið í dómnefnd Ímark. Högni Valur situr hjá við dómnefndarstörf 2018 og mun Einar Geir ngvarsson grafískur hönnuður taka sæti hans í dómnefnd.

  • Sigrún Halla Unnarsdóttir er fatahönnuður, stofnandi og meðlimur í hönnunarteyminu IIIF, stofnandi AD og meðlimur í stjórn LungA skólans. Sigrún er með MA gráðu í fatahönnun og starfar í faginu en hefur einnig fengist við þverfagleg hönnunartengd verkefni og kennslu. Verk hennar hafa birst í bókinni Fashion 2 sem forlagið Alt/Cramer í Berlín gaf út og hlotið hönnunarverðlaun Grapevine með teyminu sínu IIIF fyrir vörulínu ársins.

  • Daniel Golling er blaðamaður á alþjóðlegu sviði hönnunar og arkitektúrs. Fyrrverandi ritstjóri FORM Magazine og einn af stofnendum Summit hljóðvarpsins.

  • Jóhanna Vigdís Arnardóttir er verkefnastjóri á menntasviði og viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðlanaðarins. Jóhanna Vigdís er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands en hún starfaði í 18 ár á sviði leiklistar hjá Borgarleikhúsinu. Jóhanna situr í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands fyrir hönd Samtaka Iðnaðarins.

  • Einar Geir Ingvarsson hefur starfað við grafíska hönnun frá 1999. Hann stofnaði E&Co. 2010. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðkenninga fyrir sín störf. Einar Geir tekur sæti Högn Vals Högnasonar sem víkur sæti.

  • Varamenn dómnefndar: Björn Guðbrandsson prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands og einn eigenda ARKÍS arkitekta; Jörundur Guðmundsson fatahönnuður; Birna Geirfinnsdóttir lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og fagstjóri brautar í grafískri hönnun; Einar Geir Ingvarsson grafískur hönnuður. Sigrún Birgisdóttir arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listháskóla Ísland situr hjá við dómnefndarstörf 2018 og Kristján Örn Kristjánsson stígur inn í hennar stað.

hönnunarverðlaunum íslands er ætlað að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

hönnunarverðlaunin eru mikilvægur liður í að beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.

vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. þess vegna er mikilvægt að auka skilning á gildi góðrar hönnunar en hönnunarverðlaun geta leikið mikilvægt hlutverk þar.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins.

verðlaunin verða veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum hönnunarmiðstöðvar íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna.

við val á verðlaunahafa mun haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. verkið/verkin þurfa að vera framúrskarandi, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í öllum vinnubrögðum.

hönnunarverðlaun íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðlamála, iðnaðar- og nýsköpunar. 

Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.