HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2017

header

Lokað hefur verið fyrir tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2017. Hægt var að tilnefna framúrskarandi verk allan septembermánuð.

Dómnefnd hefur nú störf, en tilkynnt verður um forval dómnefndar þann 1. nóvember næstkomandi.

Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt 9. nóvember.

Hér fyrir neðan má sjá forval dómnefndar og sigurvegara 2016.

As we grow

Vinningshafi 2016

As We Grow er íslenskt hönnunarfyrirtæki í eigu Guðrúnar Rögnu Sigurjónsdóttir prjónahönnuðar, Maríu Th. Ólafsdóttur fatahönnuðar og Grétu Hlöðversdóttur framkvæmdastjóra. Með vörulínunni tvinna þær saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða.

As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“  

Geysir

Besta fjárfesting í hönnun 2016
viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. „Geysir hefur fengið einhverja færstu hönnuði landsins
til starfa á öllum vígstöðvum, hvort sem við á um vörumerki, ímyndarsköpun, hönnun verslana, grafíska hönnun eða fatahönnun. þannig hefur fyrirtækið skilgreint mikilvægi hönnunar í öllu þróunarferli og skapað ímynd og upplifun tengda fyrirtækinu með framúrskarandi hætti. með því að setja
þátt hönnunar í öndvegi hefur Geysir á skömmum tíma náð einstökum árangri og er orðið eitt þekktasta vörumerki landsins.“

As We Grow

Forval

As We Grow er íslenskt hönnunarfyrirtæki í eigu Guðrúnar Rögnu Sigurjónsdóttir prjónahönnuðar, Maríu Th. Ólafsdóttur fatahönnuðar og Grétu Hlöðversdóttur framkvæmdastjóra. Með vörulínunni tvinna þær saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða.

As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“  

Lulla doll

forval

Lulla doll er afrakstur Eyrúnar Eggertsdóttur frumkvöðuls, Birnu Bryndísar Þorkelsdóttur hönnuðar og Sólveigar Gunnarsdóttur markaðsstjóra. Dúkkunni er ætlað að róa og veita ungabörnum öryggistilfinningu og betri svefn, en hún líkir eftir hjartslætti og andardrætti foreldris.

„Lulla doll er frumleg og hugvitsamleg hönnun þar sem stuðst er við vísindarannsóknir og ráðgjöf sérfræðinga. Verkefnið minnir á mikilvægi uppfinninga, samvinnu ólíkra sviða og nauðsyn þrautseigju og sannfæringarkrafts til að opna augu fjárfesta og leiða hugmynd til framleiðslu.“

Or Type

Forval

Leturstúdíóið Or Type stofnuðu grafísku hönnuðirnir Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse árið 2013. Letur þeirra hafa nú þegar farið víða og verið notuð á fjölbreyttar vörur s.s. tímarit, umbúðir og búninga íslenska karla- og kvennalandsliðsins í knattspyrnu á EM.

„Með leturhönnun sinni hafa þeir lagt sig fram um að opna augu almennings fyrir fjölbreyttari möguleikum í leturhönnun og um leið skorað staðalímyndir í faginu á hólm. Leturstúdíóið starfrækir rafrænt „leturbókasafn“ aðgengilegt öllum á netinu.”

orka til framtíðar

Forval

Sýningin Orka til framtíðar í Ljósafossstöð skýrir á gagnvirkan hátt orku og hvernig má bæði beisla hana og nýta. Hönnuðir sýningarinnar eru Gagarín og Tvíhorf arkitektar en fjöldi annarra fyrirtækja og sérfræðinga komu að sýningunni.  

„Sýningin er samvinnuverkefni sem ber með sér háan gæðastuðul. Metnaðarfullar útfærslur, tæknilausnir og útlit hjálpast að við að gera upplifun gesta á öllum aldri ánægjulega og upplýsandi.“

 

Besta fjárfesting í hönnun

Forval

hönnunarverðlaunum íslands er ætlað að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

hönnunarverðlaunin eru mikilvægur liður í að beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.

vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. þess vegna er mikilvægt að auka skilning á gildi góðrar hönnunar en hönnunarverðlaun geta leikið mikilvægt hlutverk þar.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins.

verðlaunin verða veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum hönnunarmiðstöðvar íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna.

við val á verðlaunahafa mun haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. verkið/verkin þurfa að vera framúrskarandi, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í öllum vinnubrögðum.

hönnunarverðlaun íslands 2016 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. opið er fyrir tilnefningar til miðnættis 7. september. hönnunarverðlaun íslands verða veitt í byrjun október 2016.

Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun 2016 hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.

 • Sigríður Sigurjónsdóttir er formaður dómnefndar. Hún er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Sigríður stofnaði og rak hönnunargalleríið SPARK frá 2010 – 2016. Hún lauk mastersnámi í hönnun frá Central Saint Martins í London árið 1999. Sigríður starfaði sem hönnuður og hugmyndasmiður hjá hátæknifyrirtækjum í London og Amsterdam á árunum 1999 – 2005. Hún stýrði verkefninu Stefnumót Bænda og Hönnuða hjá Listaháskóla Íslands og hefur síðastliðið ár unnið að ferðaþjónustuverkefninu placetoread.is með áherslu á lestur bóka.

 • Katrín María Káradóttir er fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands og einnig yfirhönnður fatamerkisins ELLA by El. Katrín nam við Studio Bercot í París og var samhliða í læri hjá John Galliano hjá Dior. Að námi loknu starfaði hún sem klæðskeri og hönnuður fyrir m.a. Lutz, Bali Barret og Thomas EngelHart. Hún hefur starfað við kennslu í sníðagerð og fatahönnun víða hérlendis og erlendis og auk þess unnið að þróun námsbrauta. Katrín hefur verið viðriðin inntökunefnd Fatahönnunardeildar og sinnt dómnefndarstörfum bæði á Íslandi og erlendis. Katrín er handhafi Indriðaverðlauna Fatahönnunarfélags Íslands.

 • Jóhanna Vidís Arnardóttir Jóhanna Vigdís Arnardóttir er verkefnastjóri á menntasviði og viðskiptastjóri framleiðslusviðs Samtaka iðlanaðarins. Jóhanna Vigdís er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands en hún starfaði í 18 ár á sviði leiklistar hjá Borgarleikhúsinu. Hún er einnig með BA frá Háskóla Íslands. Jóhanna situr í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands fyrir hönd Samtaka Iðnaðarins.

 • Sigrún Birgisdóttir er arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listháskóla Ísland. Hún er menntuð á Ítalíu og í Englandi með AA Diploma frá Architectural Association School of Architecture í London. Eftir nám starfaði hún við kennslu og praxís í London. Hún vann m.a. hjá hjá Pierre D´Avoine Architects, Cherie Yeo Architecture + Design og Pip Horne Studio að fjölbreyttum verkefnum í London og víða um heim. Hún hefur unnið við kennslu og uppbyggingu náms í hönnun í fimmtán ár, fyrst í Englandi og svo hér á Íslandi. Hún hefur unnið að þróun fjölda samstarfsverkefna í hönnun, m.a. Vatnavinum, ásamt því að sinna trúnaðarstörfum og dómnefndarstörfum hérlendis og erlendis.

 • Tinna Gunnarsdóttir er sjálfstætt starfandi hönnuður og er prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda hönnunarsýninga á undanförnum 20 árum bæði hérlendis og erlendis, setið í dómnefndum og komið að sýningastjórnun. Hún hefur mastersgráðu í iðnhönnun frá Domus Academy í Mílanó og lauk í haust rannsóknamaster á sviði lista og hugvísinda frá Háskólanum í Brighton.

 • Kristín Eva Ólafsdóttir er listrænn stjórnandi og einn eigenda hönnunarstofunnar Gagarín. Kristín er útskrifuð úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og hefur í starfi sínu hjá Gagarín komið að fjölbreyttum verkefnum á sviði hönnunar fyrir söfn og sýningar um allan heim. Hún hefur setið í dómnefnd FÍT verðlaunanna ásamt því að vera hluti af dómanefndarteymi Art Directors Club of Europe 2016 (ADC*E). Kristín Eva er varamaður dómnefndar en tekur sæti Högna Vals.

 • Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er varamaður dómnefndar. Hún er með MPM, meistarpróf í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og BA í iðnhönnun frá Design Academi Eindhoven ásamt því að hafa lokið burtfararprófi í húsgagnasmíði úr Tækniskólanum í Reykjavík. Hún hefur kennt við listaháskóla islands á BA og MA stigi, haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða, setið í dómnefndum og situr í fagráði Rannis. Sem hönnuður hefur hún tekið að sér margvísleg verkefni fyrir erlenda og innlenda aðila m.a. stýrt hönnun á gestastofu í Ásbyrgi, hannað inréttingar, ilmvatnsflöskur og nú nýlega“flag ship” búð fyrir rússneskt snyrtivörumerki ásamt því að reka vörumerkið Bility. Hún hefur tekið þátt í fjölda hönnunarsýninga hérlendis og erlendis og unnið til margvíslegra verðlauna fyfir verk sín m.a sjónlistaverðlaun islands árið 2006. Verk hennar hafa verið birt í fagtímarítum, vefsíðum og bókum um allan heim. Guðrún Lilja tekur sæti Tinnu við val dómnefndar árið 2016 og er starfandi dómnefndarfulltrúi.

 • Högni Valur Högnason er listrænn stjórnandi á hönnunar- og markaðsstofunni H:N Markaðssamskipti sem og formaður Félags íslenskra teiknara (FÍT) og sat í stjórn Myndstefs. Verk hans hafa verið birt í alþjóðlegum tímaritum og bókum og sýnd á listasöfnum hérlendis. Högni er útskrifaður úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið til verðlauna bæði fyrir hönnun í FÍT-keppninni og á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum. Þá hefur hann hefur verið yfirdómari í FÍT-keppninni og setið í dómnefnd Ímark. Högni Valur víkur sæti við dómnefndarstörf 2017 og Kristín Eva tekur hans sæti.

 • Laufey Jónsdóttir er varamaður dómnefndar. Hún er sjálfstætt starfandi fatahönnuður og myndskreytir. Hún útskrifaðist frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands og starfaði sem hönnuður hjá tískufyrirtækinu STEiNUNN en hef auk þess starfað sem yfirhönnuður merkisins Blik. Hún er formaður Fatahönnunarfélags Íslands og situr í stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Laufey hefur unnið við gerð myndskreytinga fyrir bækur, tímarit og sýningar og opnaði sína fyrstu einkasýningu á teikningum á HönnunarMars 2012. Einnig hefur hún unnið að hinum ýmsu þverfaglegu hönnunarverkefnum og sýningum.

 • Björn Guðbrandsson er varamaður dómnefndar. Hann er prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands og einn eigenda ARKÍS arkitekta, þar sem hann hefur starfað bæði innanlands og á alþjóðamarkaði og unnið að fjölbreytilegum verkefnum fyrir einkaaðila og opinberar stofnanir. Björn er margverðlaunaður sem höfundur í hönnunarsamkeppnum auk þess sem hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Hann er ötull talsmaður sjálfbærrar byggðar og starfar eftir þeirri megin hugsun að öll hönnun mannvirkja snúist um að skapa umhverfi og aðstæður sem auka lífsgæði okkar. Björn er með Meistaragráðu í arkitektúr frá Columbia háskóla í New York og Bakkalárgráðu í umhverfishönnun frá Texas A&M háskóla.

 • Magnús Hreggviðsson er formaður félags íslenskra teiknara og grafískur hönnuður hjá ennemm. Magnús er einnig í stjórn Art Directors Club of Europe og Myndstefs. Hann hefur sem hönnuður hlotið bæði verðlaun hjá í hönnunarkeppnum erlendis og innanlands. Hann lauk mastersnámi í hönnun frá Central Saint Martins í London árið 2010 og BA frá Listaháskóla Íslands þar áður.