HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2019

header

Hönnunarverðlaun Íslands 2019

Hönnunarverðlaun Íslands 2019 og málþing þeim tengt fer fram þann 14. nóvember. 

Verðlaunað er í tveimur flokkum: Hönnun ársins 2019 og Besta fjárfesting ársins 2019 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu.

Hönnunarverðlaun íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi sífellt að aukast.

Hér er dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2019.