HÖNNUNarVErÐlaUN íslaNds 2018

header

Lokað hefur verið fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2018. Forval dómnefndar verður tilkynnt fimmtudaginn 27. september 2018.

Hönnunarverðlaun Íslands fara fram við hátíðlega athöfn 2. nóvember 2018. Nánari staðsetning verður tilkynnt síðar.

  • Sigríður Sigurjónsdóttir er formaður dómnefndar. Hún er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Sigríður stofnaði og rak hönnunargalleríið SPARK frá 2010 – 2016. Hún stýrði verkefninu Stefnumót Bænda og Hönnuða hjá Listaháskóla Íslands og hefur síðastliðið ár unnið að ferðaþjónustuverkefninu placetoread.is með áherslu á lestur bóka.

  • Krisján Örn Kjartansson er einn stofnanda arkitektastofunnar KRADS sem er starfrækt á Íslandi og í Danmörku. Hann er varaformaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar þar sem hann situr fyrir hönd Arkitektafélags Íslands. Kristján hefur verið stundakennari við arkitektadeild Listaháskóla Íslands síðustu ár og hefur kennt lokaverkefni deildarinnar. Kristján tekur sæti Sigrúnar Birgisdóttur sem víkur sæti.

  • Högni Valur Högnason er aðstoðar-hönnunarstjóri hjá Brandenburg. Hann er fyrrum formaður Félags íslenskra teiknara (FÍT) og sat í stjórn Myndstefs. Verk hans hafa verið birt í alþjóðlegum tímaritum og bókum og sýnd á listasöfnum hérlendis. Högni hefur unnið til verðlauna bæði fyrir hönnun í FÍT-keppninni og á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum. Þá hefur hann hefur verið yfirdómari í FÍT-keppninni og setið í dómnefnd Ímark. Högni Valur situr hjá við dómnefndarstörf 2018 og mun Einar Geir ngvarsson grafískur hönnuður taka sæti hans í dómnefnd.

  • Sigrún Halla Unnarsdóttir er fatahönnuður, stofnandi og meðlimur í hönnunarteyminu IIIF, stofnandi AD og meðlimur í stjórn LungA skólans. Sigrún er með MA gráðu í fatahönnun og starfar í faginu en hefur einnig fengist við þverfagleg hönnunartengd verkefni og kennslu. Verk hennar hafa birst í bókinni Fashion 2 sem forlagið Alt/Cramer í Berlín gaf út og hlotið hönnunarverðlaun Grapevine með teyminu sínu IIIF fyrir vörulínu ársins.

  • Daniel Golling er blaðamaður á alþjóðlegu sviði hönnunar og arkitektúrs. Fyrrverandi ritstjóri FORM Magazine og einn af stofnendum Summit hljóðvarpsins.

  • Jóhanna Vigdís Arnardóttir er verkefnastjóri á menntasviði og viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðlanaðarins. Jóhanna Vigdís er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og menntuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands en hún starfaði í 18 ár á sviði leiklistar hjá Borgarleikhúsinu. Jóhanna situr í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands fyrir hönd Samtaka Iðnaðarins.

  • Varamenn dómnefndar: Björn Guðbrandsson prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands og einn eigenda ARKÍS arkitekta; Jörundur Guðmundsson fatahönnuður; Birna Geirfinnsdóttir lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og fagstjóri brautar í grafískri hönnun; Einar Geir Ingvarsson grafískur hönnuður. Sigrún Birgisdóttir arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listháskóla Ísland situr hjá við dómnefndarstörf 2018 og Kristján Örn Kristjánsson stígur inn í hennar stað.

hönnunarverðlaunum íslands er ætlað að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

hönnunarverðlaunin eru mikilvægur liður í að beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.

vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. þess vegna er mikilvægt að auka skilning á gildi góðrar hönnunar en hönnunarverðlaun geta leikið mikilvægt hlutverk þar.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins.

verðlaunin verða veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum hönnunarmiðstöðvar íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna.

við val á verðlaunahafa mun haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. verkið/verkin þurfa að vera framúrskarandi, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í öllum vinnubrögðum.

hönnunarverðlaun íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, sem hafa verið veitt af ráðherra ferðlamála, iðnaðar- og nýsköpunar. 

Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.