IcELaNDIC DESIgN awaRD 2015

header

And the winners are … 

Eldheimar by Axel Hallkell Jóhannesson, Gagarin, Margret Kristin Gunnarsdóttir and Lilja Kristin Ólafsdóttir receives the Icelandic Design Award 2015.

Össur receives the recognition for Best Investment in Design 2015.

Read more about the winning projects below.

Congratulations, team Eldheimar and Össur!

Eldheimar

verðlaun;

Eldheimar in the Westman Islands was designed by exhibition designer Axel Hallkell Jóhannesson; Gagarin (interaction design), architect Margrét Kristín Gunnarsdóttir and landscape architect Lilja Kristín Ólafsdóttir.

the jury writes:
The exhibition communicates a unique moment in the Icelandic natural history in an extraordinary way, using creative, well implemented and functional solutions with powerful aesthetics to interact with the visitors. The project is exceptionally ambitious. It is also a profoundly important, rare example of a cross-disciplinary collaboration between designers and architects.

Össur

verðlaun;

Össur has managed to integrate design, science and traditional production in an extraordinarily successful way. Since its founding in 1971, Össur has put considerable emphasis on design, invested in design, and included design as one of the key factors in its product development process. With its values, the company has encouraged its staff to constantly strive for progress, break the rules and to take considered risks. The results speak for themselves.

Össur has repeatedly introduced new, revolutionary designs that have radically improved the quality of life of its customer.

Allt til eilífðar

forval;

Allt til eilífðar er landslagsverk við Garðakirkju á Álftanesi og varð til fyrir tilstuðlan foreldra Guðrúnar Jónsdóttur, sem lést sviplega árið 2006. Verkið er hannað af Studio Granda arkitektum og unnið í samstarfi við Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmann.

„Verkefnið sækir til íslenskrar byggingararfleifðar og tengir fortíð, nútíð og framtíð saman með áþreifanlegum og huglægum hætti. Verkefnið ber með sér auðmýkt og er óður um tilvist okkar og rætur. Það endurspeglar fágun og þjóðfélagslega ábyrgð arkitektúrs sem tekur tillit til samfélags og umhverfis.“

Aníta Hirlekar

forval;

Fatahönnun Anítu Hirlekar einkennist af sterkum litasamsetningum og handbróderuðum textíl. Innblástur er fenginn úr óreiðukenndu flæði lita á bakhlið útsaums og er fatnaðurinn með handsaumuðum línum og hangandi marglitum þráðum sem þekja yfirborð efnisins eins og kraftmiklar pensilstrokur.

„Nýstárleg nálgun hönnuðarins í textílvinnslu sameinar handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Skúlptúrísk snið, listræn litatúlkun og efni sem hafa einstaka áferð handunnins ullarefnis þar sem áhrif útsaums eru greinileg og skapa meðvitund um fegurð handverksins“

Eldheimar

forval;

Sýningin Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum, er verk Axels Hallkells Jóhannesssonar sýningarhönnuðar, Gagarín sem hannaði gagnvirka sýningarhluta, arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslagsarkitekts.  

„Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.“

Íslenski fáninn

forval;

Íslenski fáninn, verk grafíska hönnuðarins Harðar Lárussonar rekur rætur sínar í skýrslu fánanefndar frá 1915. Verkefnið spannar langan tíma og telur meðal annars bók þar sem gömlu fánatillögurnar eru teiknaðar upp í fyrsta sinn, síðar leiðarvísi með umgengnisreglum um íslenska þjóðfánann, sýningu og viðburð á HönnunarMars og samstarf við forsætisráðuneytið í skilgreiningu prent- og skjálita fánans.

„Verkefnið sýnir með ótvíræðum hætti mikilvægi metnaðarfullrar rannsóknarvinnu og góðrar hönnunar við að taka utan um arfleifð og færa til samtímans. Verkefnið varpar ljósi á þekkingarleit hönnuða sem er órjúfanlegur þáttur í vinnu þeirra.“

Primitiva

forval;

Primitiva, eftir Katrínu Ólínu Pétursdóttur er þróun þrívíðs formheims. Verkið er safn fjörutíu verndargripa sem steyptir eru í brons en byggja á þrívíddarprentun. Úr varð hugmyndakerfi um gripina sem standa fyrir ákveðið hugtak sem snertir innri vitund þess sem ber gripinn. Samhliða gripunum skrifaði Katrín leiðabókina Primitiva, book of Talismans.

„Með verkinu teflir hönnuður saman á einstakan hátt tilvistarlegum vangaveltum og hátæknilegum framleiðsluferlum, en verkið sameinar með eftirtektarverðum hætti nýsköpun, tækni, hönnun og heimspeki. Verkefnið er samofið þroskaferli hönnuðarins, það ber með sér kyngimagnaðan kraft og ber vott um mikla rannsóknarvinnu.“

hönnunarverðlaunum íslands er ætlað að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

hönnunarverðlaunin eru mikilvægur liður í að beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.

vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. þess vegna er mikilvægt að auka skilning á gildi góðrar hönnunar en hönnunarverðlaun geta leikið mikilvægt hlutverk þar.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.

verðlaunin verða veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum hönnunarmiðstöðvar íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin. ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þremur árum fyrir afhendingu verðlaunanna.

við val á verðlaunahafa mun haft í huga að verið er að leita að framúrskarandi verki, eða safni verka, sem standa á sem fulltrúi þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. verkið/verkin þurfa að vera framúrskarandi, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu og fagmennsku í öllum vinnubrögðum.

hönnunarverðlaun íslands 2015 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. opið er fyrir tilnefningar til miðnættis 25. október. hönnunarverðlaun íslands verða veitt í lok nóvember 2015.

Besta fjárfesting í hönnun 2015 er ný viðurkenning sem veitt verður í fyrsta sinn 2015. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna Besta fjárfesting í hönnun 2015 hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.

  • Harpa Þórsdóttir er formaður dómnefndar. Hún er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa lauk mastersnámi í listasögu frá Sorbonne háskóla í París. Hún hefur unnið að gerð og uppsetningu fjölda sýninga, en auk þess kennt lista- og byggingarlistasögu og skrifað fjölda greina um listir og hönnun. Harpa situr í dómnefnd norrænu Söderbergverðlaunanna, er í stjórn Nordisk Design Forum og NORDIK (Norræna listfræðinefndin) og á sæti í stjórn Nordiska Akvarellumuseet í Svíþjóð.

  • Katrín María Káradóttir er fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands og einnig yfirhönnður fatamerkisins ELLA by El. Katrín nam við Studio Bercot í París og var samhliða í læri hjá John Galliano hjá Dior. Að námi loknu starfaði hún sem klæðskeri og hönnuður fyrir m.a. Lutz, Bali Barret og Thomas EngelHart. Hún hefur starfað við kennslu í sníðagerð og fatahönnun víða hérlendis og erlendis og auk þess unnið að þróun námsbrauta. Katrín hefur verið viðriðin inntökunefnd Fatahönnunardeildar og sinnt dómnefndarstörfum bæði á Íslandi og erlendis. Katrín er handhafi Indriðaverðlauna Fatahönnunarfélags Íslands. Katrín vék sæti í dómnefnd 2014.

  • Massimo Santanicchia er lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Hann útskrifaðist með MA-gráðu í hýbýla- og borgarfræðum frá School of Architecture, Architectural Association í London og MSc-gráðu í svæðis- og skipulagsfræðum frá London School of Economics. Massimo hefur sérhæft sig í rannsóknum á borgarumhverfi og borgarfræðum. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða í háskólum víðsvegar um heiminn. Þá hefur hann ritað greinar, ritstýrt og gefið út efni um arkitektúr og skipulagsmál.

  • Tinna Gunnarsdóttir er sjálfstætt starfandi hönnuður og hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá stofnun hans, um árabil sem fagstjóri í vöruhönnun. Hún hefur tekið þátt í fjölda hönnunarsýninga á undanförnum 20 árum bæði hérlendis og erlendis, setið í dómnefndum og komið að sýningastjórnun. Hún hefur mastersgráðu í iðnhönnun frá Domus Academy í Mílanó og lauk í haust rannóknamaster á sviði lista og hugvísinda frá Háskólanum í Brighton.

  • Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá London Business School. Almar starfaði áður sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og við ýmis stjórnunarstörf innan Íslandsbanka.

  • Örn Smári Gíslason er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður útskrifaður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann hefur starfað sem hönnuður og listrænn stjórnandi á nokkrum helstu auglýsingastofum landsins. Örn Smári hefur víðfeðma reynslu af hönnun t.a.m. við fyrirtækjaútlit, mörkun og frímerkjahönnun. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín innanlands og utan og fengið verk birt í erlendum fagbókum og vefsíðum, setið í dómnefndum fyrir hönd FÍT í ADC*E, ÍMARK og í FÍT keppninni. Örn Smári situr hjá við val verka til Hönnunarverðlauna 2015.

  • Högni Valur Högnason er varamaður dómnefndar. Hann er listrænn stjórnandi á hönnunar- og markaðsstofunni H:N Markaðssamskipti sem og formaður Félags íslenskra teiknara (FÍT) og sat í stjórn Myndstefs. Verk hans hafa verið birt í alþjóðlegum tímaritum og bókum og sýnd á listasöfnum hérlendis. Högni er útskrifaður úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur unnið til verðlauna bæði fyrir hönnun í FÍT-keppninni og á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum. Þá hefur hann hefur verið yfirdómari í FÍT-keppninni og setið í dómnefnd Ímark.

  • Laufey Jónsdóttir er varamaður dómnefndar. Hún er sjálfstætt starfandi fatahönnuður og myndskreytir. Hún útskrifaðist frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands og starfaði sem hönnuður hjá tískufyrirtækinu STEiNUNN en hef auk þess starfað sem yfirhönnuður merkisins Blik. Hún er formaður Fatahönnunarfélags Íslands og situr í stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Laufey hefur unnið við gerð myndskreytinga fyrir bækur, tímarit og sýningar og opnaði sína fyrstu einkasýningu á teikningum á HönnunarMars 2012. Einnig hefur hún unnið að hinum ýmsu þverfaglegu hönnunarverkefnum og sýningum. Laufey tók sæti Katrínar í dómnefnd 2014 og er starfandi dómnefndarfulltrúi.

  • Sigrún Birgisdóttir er varamaður dómnefndar. Hún er arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listháskóla Ísland. Hún er menntuð á Ítalíu og í Englandi með AA Diploma frá Architectural Association School of Architecture í London. Eftir nám starfaði hún við kennslu og praxís í London. Hún vann m.a. hjá hjá Pierre D´Avoine Architects, Cherie Yeo Architecture + Design og Pip Horne Studio að fjölbreyttum verkefnum í London og víða um heim. Hún hefur unnið við kennslu og uppbyggingu náms í hönnun í fimmtán ár, fyrst í Englandi og svo hér á Íslandi. Hún hefur unnið að þróun fjölda samstarfsverkefna í hönnun, m.a. Vatnavinum, ásamt því að sinna trúnaðarstörfum og dómnefndarstörfum hérlendis og erlendis.

  • Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er varamaður dómnefndar. Hún er með MPM, meistarpróf í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og BA í iðnhönnun frá Design Academi Eindhoven ásamt því að hafa lokið burtfararprófi í húsgagnasmíði úr Tækniskólanum í Reykjavík. Hún hefur kennt við listaháskóla islands á BA og MA stigi, haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða, setið í dómnefndum og situr í fagráði Rannis. Sem hönnuður hefur hún tekið að sér margvísleg verkefni fyrir erlenda og innlenda aðila m.a. stýrt hönnun á gestastofu í Ásbyrgi, hannað inréttingar, ilmvatnsflöskur og nú nýlega“flag ship” búð fyrir rússneskt snyrtivörumerki ásamt því að reka vörumerkið Bility. Hún hefur tekið þátt í fjölda hönnunarsýninga hérlendis og erlendis og unnið til margvíslegra verðlauna fyfir verk sín m.a sjónlistaverðlaun islands árið 2006. Verk hennar hafa verið birt í fagtímarítum, vefsíðum og bókum um allan heim.